Enski boltinn

Portsmouth lagði Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe og Armand Traore fagna marki þess fyrrnefnda.
Jermain Defoe og Armand Traore fagna marki þess fyrrnefnda. Nordic Photos / Getty Images
Skelfileg byrjun Tottenham á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni versnaði enn í dag er liðið tapaði fyrir Portsmouth með tveimur mörkum gegn engu.

Hermann Hreiðarsson var á varamannabekk Portsmouth og kom ekki við sögu í leiknum.

Jermain Defoe skoraði fyrra mark Portsmouth á 33. víti úr vítaspyrnu sem var dæmd á Jermaine Jenas fyrir að handleika knöttinn innan teigs.

Á 68. mínútu bætti Peter Crouch við öðru marki fyrir Portsmouth. Armand Traore átti skot að marki sem Gomes markvörður varði en Crouch náði frákastinu og skoraði í autt markið.

Undir lok leiksins fékk Lassana Diarra, leikmaður Portsmouth, að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. En það kom ekki að sök, Portsmouth vann öruggan sigur.

Tottenham er aðeins með tvö stig eftir fyrstu sex umferðirnar og er ekki talið ólíklegt að Juande Ramos verði látinn taka poka sinn ef gengi liðsins batnar ekki afar fljótlega.

Portsmouth er í níunda sæti deildarinnar með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×