Innlent

Engin lending hjá atvinnuflugmönnum og Icelandair

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Atvinnuflugmenn funduðu með Icelandair í morgun án þess að mikið kæmi út úr fundarhöldunum en einkum er rætt um til hve langs tíma félagið hyggist semja við flugmenn.

„Það er annar fundur boðaður á morgun þar sem þeir ætla að taka afstöðu til þess hvort þeir fallist á að gera við okkur stuttan samning," sagði Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann sagði að ákveðið hefði verið að hinkra með verkfall a.m.k. þar til eftir fundinn í fyrramálið. „Menn eru aðallega að bítast um lengd samningstímans núna og ég er vongóður á að ef þeir fallast á okkar kröfur náum við einhverri niðurstöðu," sagði Jóhannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×