Lífið

Sumargleðin í sömu göllum og knattspyrnulið Litla hrauns

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Sumargleði Kimi Records; Benni Hemm Hemm, Borko, Morðingjarnir og Reykjavík!
Sumargleði Kimi Records; Benni Hemm Hemm, Borko, Morðingjarnir og Reykjavík! MYND/Julia Staples

Sumargleði Kimi Records stendur nú sem hæst en hún hófst á Stokkseyri á mánudaginn en að Sumargleðinni stendur plötufyrirtækið Kimi Records frá Akureyri ásamt hljómsveitunum Benna Hemm Hemm, Borko, Morðingjunum og Reykjavík!

Sumargleðin tók ekki í mál annað en fá forláta Henson galla fyrir ferðina enda var upprunalega Sumargleðin, með Ómar Ragnarsson, Hemma Gunn og Ragga Bjarna í broddi fylkingar, þekkt fyrir sína galla. „Síðan kom í ljós að fótboltafélagið Hrottarnir, fótboltafélag fanga á Litla hrauni, hafði fengið gefins alveg eins galla og við," segir Baldvin Esra Einarsson, maðurinn á bakvið Kimi Records.

Verður Hemmi Gunn leynigestur?
Ásgeir, bassaleikari Reykjavík!, bregður á leik í rútunni sem ferðast með Sumargleði Kimi Records í kringum landið.MYND/Julia Staples

Í gær var Sumargleðin á Húsavík en í kvöld treður hún upp á Seyðisfirði. „Það hafa enn ekki orðið nein slys á mönnum eða dýrum og enginn misst af rútunni eða neitt slíkt," útskýrir Baldvin. Hann bætir við að ýmsar skemmtilegar uppákomur hafi reyndar átt sér stað og sé rútan sérstaklega skrautlegur vettvangur fyrir léttflippaða tónlistarmenn.

Sumargleðin heldur tónleika á Höfn á morgun en tónleikaferðin endar í Reykjavík á miðvikudaginn með stórtónleikum á Nasa en þar mun leynisgestur einnig stíga á stokk. Heyrst hefur að reynt hafi verið að fá Hemma Gunn til þess að spila, m.a. með Benna Hemm Hemm og þá undir nafninu Hemmi Hemm Hemm. Baldvin vill hins vegar ekki staðfesta neitt slíkt en segir að áhorfendur megi eiga von á mögnuðum atriðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.