Innlent

Ekki illdeilur heldur smásmugulegt skítkast

Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi H-listans. Miðpunkturinn í pólitískum deilum í Vogum.
Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi H-listans. Miðpunkturinn í pólitískum deilum í Vogum.

Bæjarfulltrúar E-listans í Vogum saka Ingu Sigrúnu Atladóttir, bæjarfulltrúa H-listans, um ósannsögli. Í viðtali á visi.is í gær sakaði Inga Sigrúnu forseta bæjarstjórnar Voga um að hygla mágkonu sinni í E-listanum. Mágkonan segir ástandið í bæjarstjórn Voga ekki illdeilur heldur smásmugulegt skítkast.

"Í litlu sveitarfélagi eru oft fjölskyldutengsl milli nefnda en það er langt í frá að það hafi haft áhrif. Eina sem ég gerði var að fylgja lögum og reglum. segir Oktavía Ragnarsdóttir, nýskipuð formaður skipulags og byggingarnefndar Voga.

Oktavía hefur setið í skipulags og byggingarnefd fyrir E-listann. Í umdeildu máli sem snerist um staðsetningu félagsheimilis kvenfélags bæjarins gekk hún ein gekk meirihluta nefndarinnar. Forseti bæjarstjórnar, sem er mágur Oktavía, fór eftir hennar áliti og í stað þess að kvenfélagið fengi að flytja gamalt hús á lóð niðri við höfn var málinu frestað.

Inga Sigrún sagði kvenfélagið bera á sér pólitískan stimipil þar sem formaður kvenfélagsins hafi verið bæjarfulltrúi H-listans.

Í yfirlýsingu frá E-listanum sem barst visi.is fyrir skömmu segir að rétt hafi verið staðið að málum. Spurt er af hverju bæjarfulltrúinn Inga Sigrún hafi gegn sinni betri vitund ákveðið að segja ósatt?

Inga Sigrún sagði í viðtali við visi.is í gær að ekki ríkti nægilegur vinnufriður í bænum. "Það er lítil samvinna og engin fagmennska," sagði hún. Oktavía tekur ekki undir það að illdeilur ríki í bæjarstjórninni. "Þetta eru ekki illdeilur heldur smásmugulegt skítkast," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×