Innlent

Olís dró úr hækkun

Bensínverðið er nú í hæstu hæðum á Íslandi og fór upp í allt að hundrað og áttatíu komma níutíu aura lítrinn í sjáflstafgreiðslu í dag þegar Olís reið á vaðið og hækkaði verðið á benslítranum um sex krónur. Hin stóru olíufyrirtækin hækkuðu öllu minna eða um tvær krónur á lítrann og dró Olís þá stóran hluta hækkana til baka.

Undir lok dags höfðu Olís, N1 og Skeljungur hækkað eldsneytisverð um tvær krónur. Algengasta verð á eldsneyti er því tæpar 177 krónur á lítrann.

Samúel Guðmundsson framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís segir að hækkunina megi rekja til hækkana á heimsmarkaðsverði. Félagið hafi metið hækkunina vera sex krónur í morgun en til að svara samkeppni hafi þeir ákveðið að draga hana til baka og jafna hana við hækkanir Enn eins og Skeljungs. Hann vill ekki segja til um hvort eldsneytisverð hækki meira næstu daga.




Tengdar fréttir

Bensínverð hækkaði í dag

Bensínverð hækkaði bæði hjá Olís og N1 í dag. Olís hækkaði verð hjá sér um 6 krónur og N1 um tvær krónur. Skeljungur hefur enn ekki hækkað bensínverð hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×