Lífið

Hleypur um borgina hálfnakinn - myndband

Rökkvi Vésteinsson.
Rökkvi Vésteinsson.

„Ég byrjaði eiginlega að pæla í efni fyrir uppistand þegar ég var tuttugu og tveggja ára og á endanum var ég kominn með prógram í heilann," svarar Rökkvi Vésteinsson forritari þegar Vísir spyr hann um uppákomur hans að klæðast sundbol einum fata sprangandi um borgina og uppistandið.

„Það vildi svo vel til að fyrir árshátíð tölvunar- og verkfræðinema var ég beðinn að skemmta og það var árið 2003. Ég fór í þetta á eigin forsendum. Ég er ekkert búinn að kynna mér uppistand. Ég ákváð að prófa þetta með minni eigin nálgun."

„Ég var með nördabrandara fyrst en það virkar bara á nördahópa. Þegar ég byrjaði hafði ég ekkert æft mig og það var algjört happa glappa í fyrstu uppistöndunum mínum því sum voru mjög vel heppnuð og önnur alveg hrapaleg því ég var ekkert þjálfaður í sviðsframkomu."

„Ef þú ert ekki þjálfaður fyrir uppistandið þá hittir þú stundum ekki í mark og ert stundum ömurlegur. Seinna meir fór ég að læra þetta og byrjaði að taka starfið alvarlega."

„Ég er góðgerðaruppistandari þannig að ef ég er pantaður í uppistand þá borgar fólk í eitthvað gott málefni svo lengi sem það er ekki eitthvað trúfélag. Félag langveikra barna var til dæmis styrkt um daginn af fólki sem ég skemmti og bráðlega kem ég fram á boratskýlunni í privatsamkvæmi og þau ætla að styrkja Félag gegn einelti."

Af hverju að hlaupa um hálfnakinn?

„Sko það voru vinir mínir sem mönuðu mig í þetta. Og þótt merkilegt megi virðast þá eru þeir enn vinir mínir í dag. Þeir djókuðu að ég færi í Nauthólsvík í Borat sundskýlu og ég varð háður athyglinni. Athyglissýki er fíkn og maður húkkast."

„Vinir mínir pöntuðu Borat skýluna á netinu. Þegar þeir stungu uppá athæfinu sagði ég að þeir þyrftu að panta skýluna og borga fyrir hana. Síðan komu þeir með hana flissandi til mín."

„Heimasíðan mín er rokkvi.is þar notast ég við kerfi 123.is."

Hér má sjá myndband af Rökkva hlaupa um í sundbol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.