Íslenski boltinn

Boltavaktin: Þrír leikir í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þrír leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en að vanda er fylgst grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr leikjunum og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks.

Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt.

Meðal leikja í kvöld er Kópavogsslagur Breiðabliks og HK sem hefst klukkan 20:00. HK-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar en geta komist uppfyrir Skagamenn með sigri á erkifjendum sínum í kvöld.

Hinir tveir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Grindavík tekur á móti Þrótti og þá eigast við Fram og Keflavík í Laugardal. Keflavík kemst upp í efsta sæti deildarinnar með sigri og reyndar einnig með jafntefli.

19:15 Grindavík - Þróttur

19:15 Fram - Keflavík

20:00 Breiðablik - HK






Fleiri fréttir

Sjá meira


×