Lífið

Quaid og Parker taka ímyndaráhættu

Sarah Jessica Parker og Dennis Quaid í viðtali við Reuters.
Sarah Jessica Parker og Dennis Quaid í viðtali við Reuters. MYND/Reuters

Sarah Jessica Parker og Dannis Quaid leika aðalhlutverk í myndinni SmartPeople (Snjallt fólk) sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Ákvörðun þeirra gæti þótt ímyndarlega áhættusöm þar sem mikill munur er á hlutverkum þeirra sem einmana læknis og skapstirðs prófessors og raunverulegrar ímyndar þeirra meðal almennings.

En Parker og Quaid sögðu Reuters fréttastofunni að ákvörðun þeirra væri í raun snjöll.

Fjöldi leikara óttast að ef þeir taki sér hlutverk sem ögri skynjun almennings falli það ekki í kramið hjá aðdáendum þeirra. Þannig hafi ímyndarskarð unnið gegn John Travolta í hlutverki hans sem feitri mömmu í myndinni Hairspray og gegn Kevin Costner sem fjöldamorðingja í myndinni Mr. Brooks.

Parker leikur tilfinningalega fjarlægan og ósnyrtilegan lækni í myndinni. Það er nokkuð á skjön við helsta hlutverk hennar sem tískumeðvitaðri framakonu úr sjónvarpsþáttunum Beðmál í boginni.

Á sama hátt hefur Quaid leikið harðgerða íþróttamenn, löggur og skorinorða fjölskyldumenn í myndum á borð við The Rookie, The Big Easy og The Parent Trap. Aðdáendur hans gætu undrast um tilgang hans í hlutverki fámáls háskólaprófessors í yfirvigt.

Leikararnir sögðu Reuters í viðtali að hlutverk þeirra í Smart People hafi ögrað þeim á skapandi hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.