Innlent

Aflinn fimmtungi meiri í september í ár en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í september, metinn á föstu verði, var ríflega 22 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Alls nam aflinn 68 þúsund tonnum í ár en var rétt um 50 þúsund tonn í fyrra. Botnfiskaflinn jókst um 3.700 tonn á milli ára og var um 31 þúsund tonn. Þá nam uppsjávaraflinn um 33 þúsund tonnum og var að stærstum hluta síld og makríll. Aukning í uppsjávarafla nemur tæplega 11 þúsund tonnum frá því í september í fyrra.

Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um fjögur prósent miðað við sama tímabil 2007 sé hann metinn á föstu verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×