Innlent

Stjórn Faxaflóahafna gerir athugasemdir við Geirsgötustokk

Júlíus Vífill Ingvarsson er stjórnarformaður Faxaflóahafna
Júlíus Vífill Ingvarsson er stjórnarformaður Faxaflóahafna

Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Faxaflóahafna samhljóða bókun varðandi fyrirhugaðan stokk í Geirsgötu.

Í henni kemur fram sú skoðun stjórnarinnar að ekki sé heppilegt að umferð úr fyrirhöguðum göngum komi upp við Miðbakka fyrir framan Tollhúsið.

"Ljóst má vera að þetta vinsæla svæði mun lokast af og gæði þess breytast verulega til hins verra ef stórir gangamunnar við bakkann með öryggisveggjum, umferðargný og mengun munu verða ráðandi á svæðinu," segir í bókun stjórnarinnar.

 

Stjórn Faxaflóahafna vill frekar að Geirsgötustokkur verði sameinaður fyrirhuguðum Mýrargötustokk og að hann muni liggja á fjórum akreinum frá Klöpp og alla leið að Ánanaustum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×