Íslenski boltinn

Viðræður um Bjarna standa yfir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.

Valsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að klófesta Bjarna Guðjónsson frá ÍA. Þetta sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals, í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær.

Viðræður milli ÍA og Vals standa yfir en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Vísir ekki náð tali af stjórnarmönnum félagana í dag. Þá hefur Bjarni Guðjónsson ekki svarað símtölum.

ÍA mætir FH í næsta leik á sunnudaginn en Bjarki Gunnlaugsson, annar þjálfara ÍA, sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann gera ráð fyrir Bjarna í leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×