Vítisengill íhugar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu 18. apríl 2008 14:01 Þessum meðlimi Vítisengla var vísað úr landi í Leifsstöð MYND/Vísir Einn meðlima vélhjólagengisins Hells Angels sem vísað var frá landi í byrjun nóvember á síðasta ári íhugar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Nokkur hópur manna úr Hells Angels, eða Vítisenglum, ætluðu að sækja veisluhöld á vegum vélahjólaklúbbsins Fáfnis en var vísað frá landi við komuna í Leifsstöð. Hópurinn kom hingað til lands í byrjun nóvember með tveimur flugum frá Osló í Noregi. Fáfnismenn voru mættir til þess að taka á móti félögum sínum sem síðan fengu ekki að koma inn í landið. Að sögn Oddgeirs Einarssonar lögmanns eins mannanna hefur dómsmálaráðuneytið staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa einum þeirra frá landi. Hann segir engin gögn til stuðnings þessu frekar en hjá Útlendingastofnun annað en áhættumat lögreglunnar. „Staðreyndirnar í málinu eru hinsvegar þær að manninum sem vísað var frá landi er miðaldra flugmaður, algerlega án sakaferils og tilheyrir löglegum samtökum í Noregi með lögmætan tilgang sem aldrei hafa verið dæmd fyrir þátttöku í eða skipulagningu á afbrotum," segir Oddgeir. „Hann hafði enga fyrirætlan um að taka upp á því að fremja sitt fyrsta afbrot hér á landi né gera neitt sem stuðlað gæti að afbrotum," segir Oddgeir og nefnir að nú séu tveir möguleikar í stöðunni. Annaðhvort að fara í skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvísunar eða senda málið til Umboðsmanns Alþingis varðandi stjórnsýsluna. Tengdar fréttir Tíu til tólf handteknir til viðbótar Tíu til tólf karlmenn voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nú í kvöld þegar seinni vélin frá Osló lenti klukkan 18.26. Þeir eru grunaðir um að vera meðlimir í mótorhjólasamtökunum Hells' Angels og samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir þeirra í leðurvestum merktum samtökunum. Von er á fleiri vítisenglum í kvöld þegar vélin frá Kaupmannahöfn lendir klukkan tíu. 2. nóvember 2007 19:29 Sjö vítisenglum synjað um leyfi til landgöngu Íslensk lögregluyfirvöld synjuðu sjö norrænum félögum í vélhjólasamtökunum Hell’s Angels um leyfi til landgöngu við komu þeirra til landsins í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fólkið, sem kom hingað til lands með tveimur vélum frá Noregi, hafi ætlað að sækja veislu, sem vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur boðað til í miðborg Reykjavíkur um helgina. 2. nóvember 2007 22:12 Lögmaður Vítisengla hefur enn ekki hitt þá Oddgeir Einarsson, lögmaður tveggja vítisengla sem handteknir voru í Leifsstöð fyrr í dag hefur enn ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína. Hann hefur engar upplýsingar fengið um málið og er farinn aftur til Reykjavíkur. Hann segir að ef svo fari að mönnunum verði vísað úr landi án þess að fá aðstoð lögfræðings væri það magnað. 2. nóvember 2007 20:49 Vítisengill í Leifsstöð með morðingjamerki á vestinu Annar Vítisengillinn sem var hér á landi í vor og Vísir sagði frá í gær var á meðal þeirra sem reyndu að komast inn í landið á föstudaginn var. Hann hefur nú öðlast full réttindi innan samtakanna auk þess sem hann skartar merki sem þýðir að hann hafi myrt í þágu félaga sinna. 6. nóvember 2007 21:06 Lögmaður fær ekki að hitta Vítisengla Oddgeir Einarsson, lögmaður norsku Vítisenglanna sem nú eru í haldi lögreglu á Leifsstöð, fær ekki að hitta skjólstæðinga sína. Hann yfirgaf flugstöðina rétt í þessu en er væntanlegur aftur innan skamms. 2. nóvember 2007 16:56 Hert landamæraeftirlit á Leifsstöð vegna Hells Angels Gripið var til herts landamæraeftirlits í Leifsstöð síðdegis í gær, að skipan dómsmálaráðherra, og stendur það fram á sunnudagskvöld. Hlutaðeigandi Shengen ríkjum hefur verið gert viðvart um þessa ráðstöfun í þágu þjóðaröryggis. 2. nóvember 2007 07:02 Hells Angels meðlimir væntanlegir til Íslands í dag Félagar úr mótohjólaklúbbnum Fáfni eru á leið til Keflavíkur að taka á móti félögum úr Hells Angels mótorhjólasamtökunum sem væntanlegir eru til landsins síðdegis í dag. 2. nóvember 2007 14:19 Eins og að Osama Bin Laden sé að koma til landsins Gríðarlegur viðbúnaður er á Leifsstöð þessa stundina vegna komu félaga úr Hells Angels í Noregi hingað til lands. Vísir er á staðnum og hefur rætt við fólk sem er að koma úr flugstöðinni. Einn þeirra skaut á að um 70 lögreglumenn biði komu norsku Hells Angels mannanna. Annar hafði það á orði að ástandið í flugstöðinni væri líkt og Osama Bin Laden væri væntanlegur til landsins. 2. nóvember 2007 16:33 Lögreglan með aðgerðir vegna komu Hell´s Angels Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. 2. nóvember 2007 15:48 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Einn meðlima vélhjólagengisins Hells Angels sem vísað var frá landi í byrjun nóvember á síðasta ári íhugar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Nokkur hópur manna úr Hells Angels, eða Vítisenglum, ætluðu að sækja veisluhöld á vegum vélahjólaklúbbsins Fáfnis en var vísað frá landi við komuna í Leifsstöð. Hópurinn kom hingað til lands í byrjun nóvember með tveimur flugum frá Osló í Noregi. Fáfnismenn voru mættir til þess að taka á móti félögum sínum sem síðan fengu ekki að koma inn í landið. Að sögn Oddgeirs Einarssonar lögmanns eins mannanna hefur dómsmálaráðuneytið staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa einum þeirra frá landi. Hann segir engin gögn til stuðnings þessu frekar en hjá Útlendingastofnun annað en áhættumat lögreglunnar. „Staðreyndirnar í málinu eru hinsvegar þær að manninum sem vísað var frá landi er miðaldra flugmaður, algerlega án sakaferils og tilheyrir löglegum samtökum í Noregi með lögmætan tilgang sem aldrei hafa verið dæmd fyrir þátttöku í eða skipulagningu á afbrotum," segir Oddgeir. „Hann hafði enga fyrirætlan um að taka upp á því að fremja sitt fyrsta afbrot hér á landi né gera neitt sem stuðlað gæti að afbrotum," segir Oddgeir og nefnir að nú séu tveir möguleikar í stöðunni. Annaðhvort að fara í skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvísunar eða senda málið til Umboðsmanns Alþingis varðandi stjórnsýsluna.
Tengdar fréttir Tíu til tólf handteknir til viðbótar Tíu til tólf karlmenn voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nú í kvöld þegar seinni vélin frá Osló lenti klukkan 18.26. Þeir eru grunaðir um að vera meðlimir í mótorhjólasamtökunum Hells' Angels og samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir þeirra í leðurvestum merktum samtökunum. Von er á fleiri vítisenglum í kvöld þegar vélin frá Kaupmannahöfn lendir klukkan tíu. 2. nóvember 2007 19:29 Sjö vítisenglum synjað um leyfi til landgöngu Íslensk lögregluyfirvöld synjuðu sjö norrænum félögum í vélhjólasamtökunum Hell’s Angels um leyfi til landgöngu við komu þeirra til landsins í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fólkið, sem kom hingað til lands með tveimur vélum frá Noregi, hafi ætlað að sækja veislu, sem vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur boðað til í miðborg Reykjavíkur um helgina. 2. nóvember 2007 22:12 Lögmaður Vítisengla hefur enn ekki hitt þá Oddgeir Einarsson, lögmaður tveggja vítisengla sem handteknir voru í Leifsstöð fyrr í dag hefur enn ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína. Hann hefur engar upplýsingar fengið um málið og er farinn aftur til Reykjavíkur. Hann segir að ef svo fari að mönnunum verði vísað úr landi án þess að fá aðstoð lögfræðings væri það magnað. 2. nóvember 2007 20:49 Vítisengill í Leifsstöð með morðingjamerki á vestinu Annar Vítisengillinn sem var hér á landi í vor og Vísir sagði frá í gær var á meðal þeirra sem reyndu að komast inn í landið á föstudaginn var. Hann hefur nú öðlast full réttindi innan samtakanna auk þess sem hann skartar merki sem þýðir að hann hafi myrt í þágu félaga sinna. 6. nóvember 2007 21:06 Lögmaður fær ekki að hitta Vítisengla Oddgeir Einarsson, lögmaður norsku Vítisenglanna sem nú eru í haldi lögreglu á Leifsstöð, fær ekki að hitta skjólstæðinga sína. Hann yfirgaf flugstöðina rétt í þessu en er væntanlegur aftur innan skamms. 2. nóvember 2007 16:56 Hert landamæraeftirlit á Leifsstöð vegna Hells Angels Gripið var til herts landamæraeftirlits í Leifsstöð síðdegis í gær, að skipan dómsmálaráðherra, og stendur það fram á sunnudagskvöld. Hlutaðeigandi Shengen ríkjum hefur verið gert viðvart um þessa ráðstöfun í þágu þjóðaröryggis. 2. nóvember 2007 07:02 Hells Angels meðlimir væntanlegir til Íslands í dag Félagar úr mótohjólaklúbbnum Fáfni eru á leið til Keflavíkur að taka á móti félögum úr Hells Angels mótorhjólasamtökunum sem væntanlegir eru til landsins síðdegis í dag. 2. nóvember 2007 14:19 Eins og að Osama Bin Laden sé að koma til landsins Gríðarlegur viðbúnaður er á Leifsstöð þessa stundina vegna komu félaga úr Hells Angels í Noregi hingað til lands. Vísir er á staðnum og hefur rætt við fólk sem er að koma úr flugstöðinni. Einn þeirra skaut á að um 70 lögreglumenn biði komu norsku Hells Angels mannanna. Annar hafði það á orði að ástandið í flugstöðinni væri líkt og Osama Bin Laden væri væntanlegur til landsins. 2. nóvember 2007 16:33 Lögreglan með aðgerðir vegna komu Hell´s Angels Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. 2. nóvember 2007 15:48 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Tíu til tólf handteknir til viðbótar Tíu til tólf karlmenn voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nú í kvöld þegar seinni vélin frá Osló lenti klukkan 18.26. Þeir eru grunaðir um að vera meðlimir í mótorhjólasamtökunum Hells' Angels og samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir þeirra í leðurvestum merktum samtökunum. Von er á fleiri vítisenglum í kvöld þegar vélin frá Kaupmannahöfn lendir klukkan tíu. 2. nóvember 2007 19:29
Sjö vítisenglum synjað um leyfi til landgöngu Íslensk lögregluyfirvöld synjuðu sjö norrænum félögum í vélhjólasamtökunum Hell’s Angels um leyfi til landgöngu við komu þeirra til landsins í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fólkið, sem kom hingað til lands með tveimur vélum frá Noregi, hafi ætlað að sækja veislu, sem vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur boðað til í miðborg Reykjavíkur um helgina. 2. nóvember 2007 22:12
Lögmaður Vítisengla hefur enn ekki hitt þá Oddgeir Einarsson, lögmaður tveggja vítisengla sem handteknir voru í Leifsstöð fyrr í dag hefur enn ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína. Hann hefur engar upplýsingar fengið um málið og er farinn aftur til Reykjavíkur. Hann segir að ef svo fari að mönnunum verði vísað úr landi án þess að fá aðstoð lögfræðings væri það magnað. 2. nóvember 2007 20:49
Vítisengill í Leifsstöð með morðingjamerki á vestinu Annar Vítisengillinn sem var hér á landi í vor og Vísir sagði frá í gær var á meðal þeirra sem reyndu að komast inn í landið á föstudaginn var. Hann hefur nú öðlast full réttindi innan samtakanna auk þess sem hann skartar merki sem þýðir að hann hafi myrt í þágu félaga sinna. 6. nóvember 2007 21:06
Lögmaður fær ekki að hitta Vítisengla Oddgeir Einarsson, lögmaður norsku Vítisenglanna sem nú eru í haldi lögreglu á Leifsstöð, fær ekki að hitta skjólstæðinga sína. Hann yfirgaf flugstöðina rétt í þessu en er væntanlegur aftur innan skamms. 2. nóvember 2007 16:56
Hert landamæraeftirlit á Leifsstöð vegna Hells Angels Gripið var til herts landamæraeftirlits í Leifsstöð síðdegis í gær, að skipan dómsmálaráðherra, og stendur það fram á sunnudagskvöld. Hlutaðeigandi Shengen ríkjum hefur verið gert viðvart um þessa ráðstöfun í þágu þjóðaröryggis. 2. nóvember 2007 07:02
Hells Angels meðlimir væntanlegir til Íslands í dag Félagar úr mótohjólaklúbbnum Fáfni eru á leið til Keflavíkur að taka á móti félögum úr Hells Angels mótorhjólasamtökunum sem væntanlegir eru til landsins síðdegis í dag. 2. nóvember 2007 14:19
Eins og að Osama Bin Laden sé að koma til landsins Gríðarlegur viðbúnaður er á Leifsstöð þessa stundina vegna komu félaga úr Hells Angels í Noregi hingað til lands. Vísir er á staðnum og hefur rætt við fólk sem er að koma úr flugstöðinni. Einn þeirra skaut á að um 70 lögreglumenn biði komu norsku Hells Angels mannanna. Annar hafði það á orði að ástandið í flugstöðinni væri líkt og Osama Bin Laden væri væntanlegur til landsins. 2. nóvember 2007 16:33
Lögreglan með aðgerðir vegna komu Hell´s Angels Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. 2. nóvember 2007 15:48