Innlent

Falið að ræða við HB Granda vegna leigu á kvóta frá Akranesi

Bæjarráð Akraness hefur falið formanni verkalýðsfélagsins á staðnum og bæjarstjóra að leita skýringa á því hjá HB Granda, hvers vegna fyrirtækið hefur leigt frá sér umtalsverðar veiðiheimildir á sama tíma að það sagði fjölda fiskvinnslufólks upp á Akranesi.

Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur fyrirtækið leigt tæplega 7.700 tonn af bolfiski til annarra útgerða, eða sem nemur 5.400 tonnum í þorskígildum talið. Bæjarráð vill fá skýringar á þessu í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í landvilnnslu fyrirtækisins á Akranesi eftir hópuppsagnir fólks í almennri fiskvinnslu. Eftir eru 20 starfsmenn sem vinna við ýmsa sérvinnslu og í fiskimjölsverksmiðjunni.

Þrjú kolmunnaskip fyrirtækisins sem voru að veiða kolmunna í fiskimjöl og lýsi lönduðu hins vegar förmum sínum í Vetmannaeyjum um helgina, en ekki í heimahöfn á Akranesi og veldur það starfsmönnum í verksmiðjunni á Akranesi áhyggjum. Það og útleiga á bolfiskkvóta skýrist væntanlega á fundi með stjórnendum Granda sem væntanlega verður haldinn í vikunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×