Innlent

Slippgata mun liggja frá Geirsgötu að Seljavegi

Götuheiti á gamla slippsvæðinu.
Götuheiti á gamla slippsvæðinu.

Borgarráð hefur samþykkt tillögu nafnanefndar Reykjavíkurborgar um nafngiftir nýrra gatna á slippasvæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir að svonefnd Slippagata liggi frá Geirsgötu að Seljavegi.

Með nafngiftinni er vísað til þess að gatan verður lögð yfir athafnasvæði gömlu slippanna við Reykjavíkurhöfn.

Í greinargerð með tillögu nefndarinnar að nafngiftum gatna á slippasvæðinu kemur fram að Slippagata dragi nafn sitt af gamla slippasvæðinu og haldi þannig minni þeirra.

,,En skipasmíðar og skipaviðgerðir hafa verið starfræktar á svæðinu a.m.k. frá árinu 1902. Aðrar götur fá heiti sjávar og boða með vísan til þess að byggt verði að hluta á fyllingu út í víkina. Einnig taki nöfnin mið af gatnaheitum sunnan Vesturgötu, s.s. Bárugötu, Ránargötu og Öldugötu," segir í tilkynningu.

Bræðraborgarstígur verði framlengdur að Slippagötu. Fyrsta gatan til norðurs frá Slippagötu mun bera nafnið Græðisgata, því næst kemur Hlésgata og sú verður mun bera nafnið Lagargata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×