Innlent

Kanna áfram möguleika á álveri Alcoa á Grænlandi

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Grænlenska þingið hefur samþykkt að hefja annan áfanga rannsókna á möguleikum á byggingu álvers á Grænlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli.

Hugmyndir eru uppi um 340 þúsund tonna álver sem yrði staðsett í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands. Heimastjórn Grænalnds samþykkti ennfremur að leggja fjármagn til frekari sameiginlegra rannsókna vegna verkefnisins.

Næsti hluti rannsóknanna, sem mun standa til loka næsta árs, felst í því að kanna áhrif álvers á efnahag, samfélag og umhverfi. Á næsta ári er einnig gert ráð fyrir að þingið fjalli um mögulegan eignarhlut Grænlands í verkefninu. Ef ráðist verður í byggingu álvers í Maniitsoq er áætlað að framleiðsla hefjist 2014-2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×