Innlent

Ríkisendurskoðun ráðalaus frammi fyrir framúrkeyrslu stofnana

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. MYND/GVA

Fjórðungur liða á fjárlögum var með halla í árslok 2007 samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga í fyrra og ársáætlanir ársins 2008.

Þar kemur fram að heildarumfang hallans hafi numið 5,8 milljörðum króna en hallinn var 3,4 milljarðar árið 2006 og hefur því aukist um 2,4 milljarða. Þá sýnir skýrslan enn fremur að um 70 prósent allra fjárlagaliða áttu ónýttar fjárheimildir í árslok 2007. Uppsafnaðar heimildir þeirra námu alls rúmum 21 milljarði króna samanborið við tæpa 20 milljarða í fyrra. Afgangurinn hefur því aukist um 1,2 milljarða.

Tólf af þrettán stofnunum enn með halla

Ríkisendurskoðun segir að þeim þrettán stofnunum sérstaklega var fjallað um í skýrslu um framkvæmd fjárlaga 2006 voru tólf enn með halla umfram fjögurra prósenta viðmið í lok síðasta árs. Fari útgjöld fram yfir það skal meta hvort áminNa eigi forstöðumenn á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

„Ljóst er því að ekki hefur verið tekið á rekstrarvanda þeirra. Þetta er algjörlega ólíðandi. Ríkisendurskoðun telur að síendurtekin brot gegn fjárreiðulögum og reglugerð um framkvæmd fjárlaga og aðgerðaleysi ráðuneyta vegna þeirra sýni að ábyrgðin er ekki að öllu leyti hjá forstöðumönnum stofnana," segir í skýrslunni.

Þá hvetur stofnunin til þess að ákvæði um ábyrgð ráðuneyta á fjárreiðum ríkisstofnana verði gerð afdráttarlausari í gildandi lögum og reglum. „Umfang halla og uppsafnaðra fjárheimilda í árslok 2007 sýna að ekki hefur verið brugðist við síendurteknum ábendingum Ríkisendurskoðunar. Stofnunin getur eðli málsins samkvæmt ekki annað en komið sínu áliti á framfærimeð þeim hætti sem hér er gert."

Stofnunin hefur þó óskað eftir því við Alþingi að hluti uppsafnaðra fjárheimilda hennar verði felldur niður. „Hvatt er til að ónýttar fjárheimildir annarra fjárlagaliða umfram 4% viðmiðið, sem ekki stendur til að nýta að fullu á árinu 2008, verði felldar niður í lokafjárlögum 2007. Að öðru leyti stendur stofnunin ráðalaus," segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×