Erlent

Kröfðust gagnárásar með kjarnavopnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Japanski forsætisráðherrann Eisaku Sato krafðist þess árið 1965 að yrði landið fyrir kjarnorkuárás myndi Bandaríkjaher þegar beita kjarnavopnum gegn árásaraðilanum.

Þetta kemur fram í leyniskjölum sem japanska utanríkisráðuneytið birti í gær og dagblaðið Yomiuri Shimbun segir frá. Sato lét þessa ósk sína í ljós á fundi með bandaríska varnarmálaráðherranum Robert McNamara í janúar 1965 í kjölfar kjarnorkutilrauna Kínverja í október árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×