Innlent

Nýr Glitnir verður til um helgina

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Nýr Glitnir verður til með formlegum hætti um helgina og nýr bankastjóri settur. Hið sama mun gerast með Kaupþing á fyrstu dögum í næstu viku. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á blaðamannafundi hans og Geirs Haarde nú klukkan fjögur.

Þá minntist Björgvin á það að ríkissjóður myndi aðstoða bankana við að standa við skuldbindingar bankanna þannig að þeir gætu greitt því starfsfólki uppsagnarfrest sem yrði sagt upp störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×