Erlent

Fangi í handjárnum stal lögreglubíl

Tveir lögreglumenn í borginni Brisbane í Ástralíu voru hafðir að háði og spotti er fangi í handjárnum stal lögreglubil þeirra.

Lögreglumennirnir höfðu handtekið hinn 29 ára gamla Mark Nolan vegna gruns um að hann hefði staðið að fjölda innbrota. Þeir settu hann handjárnaðann í aftursæti lögreglubílsins meðan þeir könnuðu innihald tösku sem hann var með.

Nolan gerði sér lítið fyrir, vippaði sér yfir í framsætið, setti lögreglubílinn í gang og ók á brott. Bíll fannst síðar en ekkert hefur spurst til Nolans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×