Erlent

Klifraði upp 45 hæða hús vegna loftlagsbreytinga

Alain Robert hefur hlotið viðurnefnið "franski köngulóarmaðurinn" og í morgun sannaði hann að það væri réttnefni með því að klifra 45 hæða hótel í Hong Kong.

Það tók Robert um klukkustund að komast upp Four Seasons hótelið þar sem hann var búinn að panta sér tíma í heilsulind hótelsins. Robert sagði að tilgangur klifursins væri að vekja fólk til vitundar um hlýnun jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×