Lífið

Jónsi gleymdi textanum á miðjum tónleikum - Myndband

Á tónleikum sem hljómsveitin Sigurrós hélt nýlega í Frakklandi lenti söngvarinn Jónsi í kröppum dansi. Í miðju laginu "Inni í mér syngur vitleysingur" gleymdi Jónsi nefnilega textanum. Hann dó hins vegar ekki ráðalaus og brá því á það ráð að syngja hástöfum á Íslensku teexta sem hann samdi greinilega jafn óðum.

"Gleymdi textanum, það er erfitt. Er í Frakklandi. Þar sem enginn skilur neitt," söng Jónsi hátt og snjall. Einn aðdáandi hljómsveitarinnar náði þessu skemmtilega augnabliki á myndband og deilir því notendum síðunnar youtube.com.

Myndbandið er hægt að sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.