Sport

Bandarískur sigur í strandblaki kvenna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigrinum fagnað.
Sigrinum fagnað.

Kerri Walsh og Misty May-Treanor frá Bandaríkjunum tryggðu sér í nótt gullverðlaun í strandblaki kvenna. Þær lögðu Tian Jia og Wang Jie frá Kína í úrslitaleiknum.

Walsh og May Treanor töpuðu ekki setti á leikunum. Xue Chen og Zhang Xi frá Kína hlutu bronsverðlaunin.

Það rigndi þegar úrslitaleikurinn fór fram í nótt. „Rigningin gerði þetta betra. Okkur leið eins og stríðsmönnum að keppa gegn gestgjöfunum," sagði Walsh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×