Fótbolti

Nýr þjálfari orðaður við stjórastöðuna hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jürgen Röber.
Jürgen Röber. Nordic Photos / Bongarts

Jürgen Röber hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Hearts og er sagður hafa fundað með Vladimir Romanov, eiganda félagsins, nú fyrir helgi.

Mark McGhee og Vladimir Weiss hafa báðir hafnað boði um að taka við starfinu sem Guðjón Þórðarson hefur einnig verið orðaður við.

Röber var áður þjálfari Herthu Berlín en sjálfur segir hann að það séu aðeins tíu prósent líkur á því að hann taki við starfinu.

„Ég hef ekki talað við Romanov síðan ég fór frá Litháen á laugardagsmorgun. Við áttum gott samtal en hann hefur sínar áherslur og ég mínar. Við verðum því að bíða og sjá," sagði Röber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×