Deilt um hvort Samfylkingin væri hlynnt skólagjöldum 16. apríl 2008 14:33 Katrín Júlíusdóttir furðaði sig á túlkun Sigurðar Kára Kristjánssonar á stefnu Samfylkingarinnar. MYND/GVA Þingmenn Samfylkingarinnar voru krafðir um svör við því hvort þeir vildu skólagjöld hjá opinberum háskólum við upphaf þingfundar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar sagðist furða sig á og vera ósátt við túlkun formanns menntamálanefndar á stefnu flokksins í málinu. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri - grænna, vakti máls á því að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar, hefði sagt í blaðaviðtali að aðeins væri tímaspursmál hvenær opinberum háskólum yrði heimilað að taka upp skólagjöld. Sagði hann þá skoðun eiga vaxandi fylgi að fagna í samstarfsflokknum Samfylkingunni. Björn Valur innti Einar Má Sigurðarson, varaformann menntamálanefnar og þingmann Samfylkingarinnar, hver afstaða flokksins væri í málinu og hvort til umræðu væri að taka upp skólagjöld í opinberum háskólum. Einar Már Sigurðarson benti á að umræður yrðu um frumvarp um opinbera háskóla á morgun og þar væri engin tillaga um heimild til upptöku skólagjalda. Sagði hann það rétt að það væri verkefni stjórnvalda að tryggja jafnstöðu háskólanna en lykilatriði væri jafnstaða skólanna og að jafnrétti til náms væri tryggt. Sagði hann Íslendinga taka skólagjöld nokkuð óskipulega í sínum háskólum og ræða þyrfti málið. Grundvallaratriðið væri að jafnrétti til náms væri tryggt. Menn ættu að nálgast málið fordómalaust. Umræða um skólagjöld verði fordómalaus Sigurður Kári Kristjánsson sagði í umræðunum hafa verið óhræddur við að segja það að hann vildi ekki banna opinberum háskólum að taka upp skólagjöld. Sagðist hann ekki sjá betur en að þau sjónarmið nytu aukins stuðnings í samfélaginu nema kannski hjá Vinstri - grænum. Þá minnti hann á að núverandi rektor Háskóla Íslands hefði lýst þeim áformum að komast í hóp hundrað bestu háskóla heims. Sagði Sigurður Kári að til þess að það næðist þyrfi skólinn að að sitja við sama borð og keppinautarnir og benti á að langflestir skólarnir á lista hinna hundrað bestu innheimtu skólagjöld. Menn þyrftu að nálgast umræðuina um skólagjöld fordómalust með hagsmuni nemenda og háskólanna í huga. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði nauðsynlegt að fá úr því skorið hver stefna Samfylkingarinnar í málinu væri. Sagði hann það njóta sívaxandi stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins og víðar að taka upp skólagjöld við opinbera háskóla. Framsóknarflokkurinn hefði í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn staðið á bremsunni í þessum málum og það væru því mikil vonbrigði að Einar Már Sigurðarson skyldi ekki geta sagt að það kæmi ekki til greina að taka upp skólagjöld. Það væri áhyggjuefni að Samfylkingin vildi ekki útiloka skólagjöld. Hissa á túlkun formanns menntamálanefndar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hissa á því að Sigurður Kári Kristjánsson, skyldi taka að sér að túlka stefnu og líðan Samfylkingarinnar og hún hefði verið ósátt við það. Benti Katrín á að á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra hefði verið samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að því að öllum stæði til boða gjaldfrjáls menntun frá leikskóla til háskóla. Tryggja yrði að skólagjöld yrðu ekki tekin upp í opinberum skólum. Stefna Samfylkingarinnar væri því mjög skýr. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að það yrði að vera ljóst að ójafnræði háskólanna væri tilkomið vegna stefnu sjálfstæðismanna í málefnum háskóla. Einkaskólarnir fengju að taka skólagjöld ofan á full framlög frá ríkinu. Hún vildi sjá Samfylkinguna standa vörð um þá stefnu Vinstri - grænna að skerða ætti framlag til einkaskóla sem næmi skólagjöldum sem þeir innheimtu. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar voru krafðir um svör við því hvort þeir vildu skólagjöld hjá opinberum háskólum við upphaf þingfundar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar sagðist furða sig á og vera ósátt við túlkun formanns menntamálanefndar á stefnu flokksins í málinu. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri - grænna, vakti máls á því að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar, hefði sagt í blaðaviðtali að aðeins væri tímaspursmál hvenær opinberum háskólum yrði heimilað að taka upp skólagjöld. Sagði hann þá skoðun eiga vaxandi fylgi að fagna í samstarfsflokknum Samfylkingunni. Björn Valur innti Einar Má Sigurðarson, varaformann menntamálanefnar og þingmann Samfylkingarinnar, hver afstaða flokksins væri í málinu og hvort til umræðu væri að taka upp skólagjöld í opinberum háskólum. Einar Már Sigurðarson benti á að umræður yrðu um frumvarp um opinbera háskóla á morgun og þar væri engin tillaga um heimild til upptöku skólagjalda. Sagði hann það rétt að það væri verkefni stjórnvalda að tryggja jafnstöðu háskólanna en lykilatriði væri jafnstaða skólanna og að jafnrétti til náms væri tryggt. Sagði hann Íslendinga taka skólagjöld nokkuð óskipulega í sínum háskólum og ræða þyrfti málið. Grundvallaratriðið væri að jafnrétti til náms væri tryggt. Menn ættu að nálgast málið fordómalaust. Umræða um skólagjöld verði fordómalaus Sigurður Kári Kristjánsson sagði í umræðunum hafa verið óhræddur við að segja það að hann vildi ekki banna opinberum háskólum að taka upp skólagjöld. Sagðist hann ekki sjá betur en að þau sjónarmið nytu aukins stuðnings í samfélaginu nema kannski hjá Vinstri - grænum. Þá minnti hann á að núverandi rektor Háskóla Íslands hefði lýst þeim áformum að komast í hóp hundrað bestu háskóla heims. Sagði Sigurður Kári að til þess að það næðist þyrfi skólinn að að sitja við sama borð og keppinautarnir og benti á að langflestir skólarnir á lista hinna hundrað bestu innheimtu skólagjöld. Menn þyrftu að nálgast umræðuina um skólagjöld fordómalust með hagsmuni nemenda og háskólanna í huga. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði nauðsynlegt að fá úr því skorið hver stefna Samfylkingarinnar í málinu væri. Sagði hann það njóta sívaxandi stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins og víðar að taka upp skólagjöld við opinbera háskóla. Framsóknarflokkurinn hefði í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn staðið á bremsunni í þessum málum og það væru því mikil vonbrigði að Einar Már Sigurðarson skyldi ekki geta sagt að það kæmi ekki til greina að taka upp skólagjöld. Það væri áhyggjuefni að Samfylkingin vildi ekki útiloka skólagjöld. Hissa á túlkun formanns menntamálanefndar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hissa á því að Sigurður Kári Kristjánsson, skyldi taka að sér að túlka stefnu og líðan Samfylkingarinnar og hún hefði verið ósátt við það. Benti Katrín á að á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra hefði verið samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að því að öllum stæði til boða gjaldfrjáls menntun frá leikskóla til háskóla. Tryggja yrði að skólagjöld yrðu ekki tekin upp í opinberum skólum. Stefna Samfylkingarinnar væri því mjög skýr. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að það yrði að vera ljóst að ójafnræði háskólanna væri tilkomið vegna stefnu sjálfstæðismanna í málefnum háskóla. Einkaskólarnir fengju að taka skólagjöld ofan á full framlög frá ríkinu. Hún vildi sjá Samfylkinguna standa vörð um þá stefnu Vinstri - grænna að skerða ætti framlag til einkaskóla sem næmi skólagjöldum sem þeir innheimtu.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira