Lífið

Tveir Stuðmannasprotar á tónleikum í kvöld

Í kvöld verða haldnir stórtónleikar á skemmtistaðnum Dómó í Þingholtsstræti. Athygli vekur að í báðum hljómsveitunum sem fram koma eru Stuðmenn í lykilhlutverkum og raunar fjölskyldumeðlimir þeirra einnig.

 

Þar munu koma fram söngkonurnar Heiðrún Hallgrímsdóttir ásamt hljómsveitinni Gæðablóð, þar sem Tómas Tómasson leikur á bassa, og Margrét Guðrúnardóttir ásamt Hljómsveitinni hans pabba en þar leikur Ásgeir Óskarsson á trommur og er Margrét raunar dóttir hans.

Ennfremur mun Birna Þórðardóttir lesa eigin ljóð við undirleik Hilmars Arnar Hilmarssonar allsherjargoða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.