Erlent

Fimm ára drengur fundinn

Hinn fimm ára gamli Oliver Chaaning, sem rænt var í gær, var látinn laus um klukkan 17 í dag að íslenskum tíma, eftir því sem sjónvarpsstöðin TV 2 hefur eftir lögreglunni á Norður - Sjálandi.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að mannræningjarnir hafi farið fram á lausnargjald fyrir að láta Oliver lausan. Menn af kínverskum uppruna hafa verið handteknir vegna málsins og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim í fyrramálið. Líðan Olivers er sögð eftir atvikum góð, en lögreglan segir þó að nauðsynlegt sé að læknar skoði hann betur áður en fullyrt verði að hann sé við góða heilsu.

Það var um miðjan dag í gær sem að þrír grímuklæddir menn hrifsuðu Oliver úr bíl móður sinnar er hún var að sækja drenginn á leikskóla. Þeir óku svo á brott á ofsahraða í svörtum skutbíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×