Innlent

Landsvirkjun ræðir ekki við aðra en Alcoa um orkuna á NA-landi

Landsvirkjun hyggst ekki að sinni ræða við aðra aðila en Alcoa um nýtingu orkunnar á Norðausturlandi, þótt viljayfirlýsing fyrirtækjanna hafi runnið út í gær. Viljayfirlýsing Alcoa við ríkisstjórn Íslands og Norðurþing um álver á Bakka rennur út eftir ellefu mánuði.

Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og Alcoa um gerð orkusamnings vegna álvers við Húsavík rann út nú um mánaðamótin og var ekki framlengd. Fram kom í viðtali við Þorstein Hilmarsson fjölmiðlafulltrúa Landsvirkjunnar á Stöð 2 í hádeginu að ekki væru uppi áform um að ræða við aðra um nýtingu orkunnar fyrir norðan.

Áfram er í gildi viljayfirlýsing Alcoa, ríkisstjórnar Íslands og Norðurþings, um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka, en hún var framlengd fyrir aðeins fjórum mánuðum, til 1. október á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×