Erlent

Colin Powell styður Obama

Colin Powell.
Colin Powell. MYND/AP

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn George W. Bush, lýsti í morgun yfir stuðningi við Barack Obama í komandi kosningum. Powell var gestur í þættinum Meet the Press á NBC sjónvarpsstöðinni og þar sagðist hann styðja Obama.

Powell er fyrrverandi yfirhershöfðingi Bandaríkjahers en hann var mikill andstæðingur Íraksstríðsins og því hefur hann ákveðið að styðja Obama en ekki John McCain, sem hefur verið ötull stuðningsmaður Bush í Íraksleiðangri hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×