Innlent

Bush á ferð um Mið-Austurlönd

Bush og Olmert féllust í faðma flugvellinum í Tel Aviv í morgun.
Bush og Olmert féllust í faðma flugvellinum í Tel Aviv í morgun. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti kom í morgun til Ísraels til þess að taka þátt í hátíðahöldum tengdum 60 ára afmæli ríkisins og til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs.

Forsetinn verður á ferð um Miðausturlönd í fimm daga og heimsækir einnig Sádi-Arabíu og Egyptaland. Bush hefur lýst því yfir að hann telji möguleika á að koma megi á friði milli Ísraela og Palestínumanna áður en hann lætur af forsetaembætti í lok árs en miklar efasemdir eru um það á alþjóðavettvangi.

Deilur milli Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna standa meðal annars í vegi fyrir því og sömuleiðis ásakanir um spillingu á hendur Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×