Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Kaliforníu innan 30 ára

Vísindamenn slá því nú föstu að innan 30 ára muni mjög öflugur jarðskjálfti ríða yfir Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. Hugsanlegar afleiðingar hans gætu orðið skelfilegar.

Hópur vísindamanna frá öllum helstu stofnunum Kaliforníu sem rannsaka jarðskjálfta hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að 99 prósenta líkur séu á að jarðskjálfti þessi verði að minnsta kosti jafnstór og sá sem reið yfir Los Angeles árið 1994 með þeim afleiðingum að 72 fórust og yfir 10.000 manns slösuðust.

Þar að auki kemur fram í greiningu þessa hóps að 50 prósenta líkur séu á að innan þessa tímabils, það er næstu 30 ára, muni enn öflugri jarðskjálfti eða upp á 7,5 á Richter ríða yfir Kaliforníu.

Slíkur skjálfti hefði í för með sér mun alvarlegri og skelfilegri afleiðingar að skjálftinn í Los Angeles fyrir 14 árum síðan. Forstjóri Jarðskjálftamiðstöðvar Suður-Kaliforníu segir að eins gott sé að vera viðbúinn þessum náttúruhamförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×