Innlent

Sigríður Anna skipuð sendiherra

Sigríður Anna Þórðardóttir verður sendiherra í sumar.
Sigríður Anna Þórðardóttir verður sendiherra í sumar. MYND/GVA

Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, er í hópi þriggja sem skipaðir hafa verið sendiherrar.

Það er utanríkisráðherra sem skipar í embættin en auk Sigríðar Önnu verða þau Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, og Þórir Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, sendiherrar.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að Skipun Grétu og Þóris miðist við 15. mars og skipun Sigríðar Önnu miðist við 1. júlí. Einn sendiherra mun láta af embætti á þessu ári og fyrir liggur að á næsta ári muni fimm til sjö sendiherrar til viðbótar láta af embættum.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvar hinir nýju sendiherrar muni hafa aðsetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×