Innlent

Færeyski togarinn í höfn

Varðskipið Týr kom fyrir stundu til Reykjavíkur með færeyska togarann Rasmus Effersöe í togi eftir fjögurra daga siglingu skipanna frá austurströnd Grænlands.

Tveir hafnsögubátar tóku við togaranum á ytri höfninni og eru nú að ljúka við að koma honum upp að bryggju við Ægisgarð. Það var á mánudagskvöld sem óskað var aðstoðar Landhelgisgæslunnar en færeyski togarinn var þá vélarvana um 10 sjómílur undan Austur-Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri.

Togarinn er 749 brúttólestir að stærð og 42 metra langur, og var áður skráður á Íslandi, síðast sem Haukur GK. Hann var við Grænland til aðstoðar rússneska rannsóknaskipinu GEO ARCTIC.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×