Innlent

Skaftárhlaup með þeim stærstu í manna minnum

Hlaupið í Skaftá er með þeim stærstu í manna minnum. Það á upptök sín í hitakatli undir Vatnajökli og sendir nú tuttugufalt meðalrennsli niður eftir farveginum til sjávar. Búist er við að flóðið nái hámarki í byggð í kvöld en þegar sjást merki þess að byrjað sé að sljákka í ánni inni á hálendi.

Snemma í morgun mældist rennslið þar 1.340 rúmetrar á sekúndu, eða tuttugufalt meðalrennsli. Áin flæðir nú yfir veginn að bænum Skaftárdal og er leiðin ófær þangað. Þá er talið líklegt að áin flæði líka yfir veginn hjá Hólaskjóli við Eldgjá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×