Innlent

Virkjum útrásarkraftinn í uppbyggingu

Það á að virkja sama kraftinn sem fór í útrásina í uppbygginguna á þjóðfélaginu, segir forstjóri Industria. Þrátt fyrir að vissulega séu margir ókostir við núverandi stöðu efnahagsmála þá verður að huga að jákvæðu hliðunum líka.

Á heimasíðunni sinni setur Guðjón Már, forstjóri Industria, fram hugleiðingar um að kreppan sé móðir nýsköpunar. Hún hafi það í för með sér að fólk þarf aftur að fara að huga að því hvernig það getur gert mikið úr litlu og hvernig samhæfa eigi aga og ímyndunarafl. Guðjón hefur sjálfur upplifað tímana tvenna þegar kemur að viðskiptum en fyrirtæki hans OZ varð að hálfgerðu óskabarni þjóðarinnar á sínum tíma.

Á næstu vikum er gert ráð fyrir mörg hundruð manns missi vinnu sínu hjá bönkunum. Guðjón hvetur það fólk til að virkja þann kraft sem hefur einkennt það hingað til.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×