Hið stóra bókhald guðdómsins Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2008 11:51 Herra Karl Sigurbjörnsson. „Öll erum við veitendur og þiggjendur í hinu stóra bókhaldi guðdómsins. Nú er tími umhyggju og samstöðu. Síðar kemur að tíma uppgjörsins þegar reikningar verða greiddir og sagan skrifuð," sagði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, í messu í Seltjarnarneskirkju klukkan 11 í morgun. Lagði biskup út af kraftaverkasögunni um það þegar Jesú læknaði son herforingjans. „Þetta er háttsettur hermaður, fulltrúi vopnavalds og aflsmunar auðvaldsins. Hann trúir ekki á guð, hefur enga trú á honum í velgengninni en nú er barnið hans að deyja og aðeins einn sem getur hjálpað honum og þannig er það: Í neyðinni erum við öll eins, hvar svo sem við erum sett í samfélaginu. Guð fer ekki í manngreinarálit," sagði biskup. Heimurinn var orðinn spilavíti Hann sagði Íslendinga hafa upplifað erfiða tíma. Kreppan hefði afhjúpað hvernig áður óþekkt ríkidæmi gæti orðið til og riðað til falls. Þjóðin hefði upplifað ótrúlega heppni í því spilavíti sem heimurinn hafi verið orðið og þar sem öllum hafi verið lofað vinningi. „Nú horfum við yfir rústirnar og þetta er óraunverulegt. Fjöldi fólks horfist í augu við að missa vinnuna, fólk hefur misst ævisparnað sinn og lífsafkomu og þetta er í námunda við okkur öll. Öll finnum við með einhverjum hætti fyrir missi og sorg og kvíða," sagði biskup. Hins vegar væri það svo skömm þeirra sem verið hefðu hinum megin við borðið og gefið ráðin, í góðri trú áreiðanlega. „En nú er ekki tími fyrir vandlætingu og siðavendni. Við erum öll á sama báti í sömu iðuköstum, brotsjórinn bylur á okkur öllum en björgunarbáturinn er til reiðu og hefur tvær árar. Önnur er þekkingin og hin er siðgæðið," sagði herra Karl og ráðlagði að nú skyldi leggjast á þær árar til að ná landi. Reikningar verða greiddir og sagan skrifuð „Það er ekki meiningin að við eigum að vera upptekin af eigin hag og eigin heill. Öll erum við veitendur og þiggjendur í hinu stóra bókhaldi guðdómsins. Nú er tími umhyggju og samstöðu. Síðar kemur að tíma uppgjörsins þegar reikningar verða greiddir og sagan skrifuð," sagði biskup. Hann sagði framtíðina sveipaða óvissumyrkri og mistök fortíðar ekki verða aftur tekin. Við hefðum aðeins það augnablik sem er núna. Því væri ráð, í stað þess að kvíða, að fela drottni fortíðina og nútíðina og horfa með honum fram á veginn. Í þeirri framtíð væri gleði, birta og lausn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Öll erum við veitendur og þiggjendur í hinu stóra bókhaldi guðdómsins. Nú er tími umhyggju og samstöðu. Síðar kemur að tíma uppgjörsins þegar reikningar verða greiddir og sagan skrifuð," sagði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, í messu í Seltjarnarneskirkju klukkan 11 í morgun. Lagði biskup út af kraftaverkasögunni um það þegar Jesú læknaði son herforingjans. „Þetta er háttsettur hermaður, fulltrúi vopnavalds og aflsmunar auðvaldsins. Hann trúir ekki á guð, hefur enga trú á honum í velgengninni en nú er barnið hans að deyja og aðeins einn sem getur hjálpað honum og þannig er það: Í neyðinni erum við öll eins, hvar svo sem við erum sett í samfélaginu. Guð fer ekki í manngreinarálit," sagði biskup. Heimurinn var orðinn spilavíti Hann sagði Íslendinga hafa upplifað erfiða tíma. Kreppan hefði afhjúpað hvernig áður óþekkt ríkidæmi gæti orðið til og riðað til falls. Þjóðin hefði upplifað ótrúlega heppni í því spilavíti sem heimurinn hafi verið orðið og þar sem öllum hafi verið lofað vinningi. „Nú horfum við yfir rústirnar og þetta er óraunverulegt. Fjöldi fólks horfist í augu við að missa vinnuna, fólk hefur misst ævisparnað sinn og lífsafkomu og þetta er í námunda við okkur öll. Öll finnum við með einhverjum hætti fyrir missi og sorg og kvíða," sagði biskup. Hins vegar væri það svo skömm þeirra sem verið hefðu hinum megin við borðið og gefið ráðin, í góðri trú áreiðanlega. „En nú er ekki tími fyrir vandlætingu og siðavendni. Við erum öll á sama báti í sömu iðuköstum, brotsjórinn bylur á okkur öllum en björgunarbáturinn er til reiðu og hefur tvær árar. Önnur er þekkingin og hin er siðgæðið," sagði herra Karl og ráðlagði að nú skyldi leggjast á þær árar til að ná landi. Reikningar verða greiddir og sagan skrifuð „Það er ekki meiningin að við eigum að vera upptekin af eigin hag og eigin heill. Öll erum við veitendur og þiggjendur í hinu stóra bókhaldi guðdómsins. Nú er tími umhyggju og samstöðu. Síðar kemur að tíma uppgjörsins þegar reikningar verða greiddir og sagan skrifuð," sagði biskup. Hann sagði framtíðina sveipaða óvissumyrkri og mistök fortíðar ekki verða aftur tekin. Við hefðum aðeins það augnablik sem er núna. Því væri ráð, í stað þess að kvíða, að fela drottni fortíðina og nútíðina og horfa með honum fram á veginn. Í þeirri framtíð væri gleði, birta og lausn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira