Enn fjölgar Hollywood-stjörnum á snúrunni. Nú er það kærasta Spiderman, Kirsten Dunst sem komin er í meðferð. Hún gafst upp á gjálífinu eftir erfiða viku á Sundance kvikmyndahátíðiðnni og skellti sér í prógram hjá Cirque Lodge meðferðarstofnuninni í Utah.
Þar hittir hún fyrir á fleti kynbombuna Evu Mendes sem hefur nýhafið meðferð á sama stað.
Sögur herma að Dunst hafi verið á barmi taugaáfalls síðustu daga og því ekki seinna vænna fyrir hina 25 ára gömlu leikkonu en að grípa í taumana.
Hún bætist því í fríðan flokk stjarna sem farið hafa í meðferð hjá Cirque Lodge en á meðal frægra sjúklinga þar á bæ í gegnum árin má nefna ungstirnið Lindsey Lohan og gítarhetjuna Richie Sambora í Bon Jovi.