Hafnar alfarið að þjónusta við fatlaða sé verri á Suðurnesjum Magnús Már Guðmundsson skrifar 19. júní 2008 11:34 ,,Ég hafna alfarið að þjónusta okkar sé lakari á Suðurnesjum heldur en á höfuðborgarsvæðinu," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Foreldrar og fagaðilar hafa undanfarið gagnrýnt yfirvöld fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og segja mikinn skort vera á úrræðum varðandi búsetu og atvinnu á Suðurnesjum. Örfáir einstaklingar á biðlista vegna búsetu Sigríður segir reynslu Svæðisskrifstofunnar sýna að fjöldi umsókna um búsetuþjónustu til handa börnum endurspegli ekki ávallt þörf fyrir búsetuúrræðin þar sem foreldrar sæki gjarnan um búsetuna nokkrum árum áður en þeir óski þess að slík þjónusta komi til framkvæmda. Hún bætir jafnframt við að einstaklingarnir séu ,,örfáir sem bíða eftir búsetu nú þegar á Suðurnesjum." Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi vinnur að málefnum fatlaðra í gamla Reykjaneskjördæminu sem inniheldur meðal annars sveitarfélögin á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu að undanskilinni Reykjavík. Líklega verður næst byggt í Kópavogi ,,Til þess að við getum ráðist í verkefni verða að liggja fyrir umsóknir," segir Sigríður og bætir við að Svæðisskrifstofan vinni út frá þeim upplýsingum og umsóknum sem hún hafi hverju sinni. Á starfsáætlun Svæðisskrifstofunnar fyrir 2008 til 2010 eru skammtímavistun og áfangaheimili fyrir fötluð börn. Ekki er búið að taka ákvörðun um staðsetningu. Sigríður segir að á Suðurnesjum sé nú þegar skammtímavistun og miðað við íbúafjölda er að hennar mati eðlilegt að næsta skammtímavistun verði reist í stærri bæjarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Sigríður segir líklegt að Kópavogur verði fyrir valinu. Varðandi atvinnuúrræði segir Sigíður að ekki megi gleyma að sveitarfélögin hafi einnig skyldum að gegna sem hún segir Svæðisskrifstofuna eiga í góðri samvinnu við. ,,Ég veit ekki betur en að þau hafi verið að standa sig prýðilega." Tengdar fréttir Kerfið er á hraða snigilsins Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni." 18. júní 2008 17:00 Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar." 19. júní 2008 09:18 Móðir fatlaðs drengs: Úrræðaleysi eykur þunglyndi ,,Það er lágmark að lögum sé framfylgt. Í þeim segir að allir eigi rétt á búsetu og vinnu við hæfi," segir Birna Sigbjörnsdóttir, móðir fatlaðs drengs á Suðurnesjum. 18. júní 2008 16:15 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
,,Ég hafna alfarið að þjónusta okkar sé lakari á Suðurnesjum heldur en á höfuðborgarsvæðinu," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Foreldrar og fagaðilar hafa undanfarið gagnrýnt yfirvöld fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og segja mikinn skort vera á úrræðum varðandi búsetu og atvinnu á Suðurnesjum. Örfáir einstaklingar á biðlista vegna búsetu Sigríður segir reynslu Svæðisskrifstofunnar sýna að fjöldi umsókna um búsetuþjónustu til handa börnum endurspegli ekki ávallt þörf fyrir búsetuúrræðin þar sem foreldrar sæki gjarnan um búsetuna nokkrum árum áður en þeir óski þess að slík þjónusta komi til framkvæmda. Hún bætir jafnframt við að einstaklingarnir séu ,,örfáir sem bíða eftir búsetu nú þegar á Suðurnesjum." Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi vinnur að málefnum fatlaðra í gamla Reykjaneskjördæminu sem inniheldur meðal annars sveitarfélögin á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu að undanskilinni Reykjavík. Líklega verður næst byggt í Kópavogi ,,Til þess að við getum ráðist í verkefni verða að liggja fyrir umsóknir," segir Sigríður og bætir við að Svæðisskrifstofan vinni út frá þeim upplýsingum og umsóknum sem hún hafi hverju sinni. Á starfsáætlun Svæðisskrifstofunnar fyrir 2008 til 2010 eru skammtímavistun og áfangaheimili fyrir fötluð börn. Ekki er búið að taka ákvörðun um staðsetningu. Sigríður segir að á Suðurnesjum sé nú þegar skammtímavistun og miðað við íbúafjölda er að hennar mati eðlilegt að næsta skammtímavistun verði reist í stærri bæjarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Sigríður segir líklegt að Kópavogur verði fyrir valinu. Varðandi atvinnuúrræði segir Sigíður að ekki megi gleyma að sveitarfélögin hafi einnig skyldum að gegna sem hún segir Svæðisskrifstofuna eiga í góðri samvinnu við. ,,Ég veit ekki betur en að þau hafi verið að standa sig prýðilega."
Tengdar fréttir Kerfið er á hraða snigilsins Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni." 18. júní 2008 17:00 Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar." 19. júní 2008 09:18 Móðir fatlaðs drengs: Úrræðaleysi eykur þunglyndi ,,Það er lágmark að lögum sé framfylgt. Í þeim segir að allir eigi rétt á búsetu og vinnu við hæfi," segir Birna Sigbjörnsdóttir, móðir fatlaðs drengs á Suðurnesjum. 18. júní 2008 16:15 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Kerfið er á hraða snigilsins Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni." 18. júní 2008 17:00
Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar." 19. júní 2008 09:18
Móðir fatlaðs drengs: Úrræðaleysi eykur þunglyndi ,,Það er lágmark að lögum sé framfylgt. Í þeim segir að allir eigi rétt á búsetu og vinnu við hæfi," segir Birna Sigbjörnsdóttir, móðir fatlaðs drengs á Suðurnesjum. 18. júní 2008 16:15