Enski boltinn

Manchester United og Chelsea með sigra

Manchester United og Chelsea unnu sína leiki í ensku úrvalsdeildinni, sem og Íslendingafélagið West Ham, en Newcastle tapaði enn einum leiknum.

Ronaldo skoraði fyrra mark United gegn Bolton úr vítaspyrnu og Wayne Rooney skoraði síðara markið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Jose Bosingwa og Nicolas Anelka skoruðu mörk Chelsea gegn Stoke á útivelli. Umfjöllun um leikina birtast hér á Vísi í fyrramálið.

Úrslit dagsins:

Aston Villa - Sunderland 2-1

Fulham - West Ham 1-2

Manchester United - Bolton 2-0

Middlesbrough - WBA 0-1

Newcastle - Blackburn 1-2

Stoke - Chelsea 0-2








Fleiri fréttir

Sjá meira


×