Erlent

Brown verður ekki á opnunarhátíð ÓL í Kína en sniðgengur þá ekki

MYND/AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ekki vera viðstaddur opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking í Kína í ágúst. Frá þessu var greint í dag.

Hins vegar mun hann verða viðstaddur lokaathöfnina þegar Bretar taka við keflinu af Kínverjum enda verða Ólympíuleikarnir í Lundúnum eftir fjögur ár. Talskona Browns sagði að hann hefði aldrei haft í hyggju að vera viðstaddur opnunarhátíðina og væri ekki að sniðganga leikana vegna mannréttindabrota Kínverja.

Ráðherra Ólympíuleika, Tessa Jowell, verður fulltrúi Breta á opnunarhátíðinni í Peking í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×