Innlent

Í gæsluvarðhaldi til 23. apríl vegna árásar á öryggisvörð

MYND/Valli

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann, sem grunaður er um fólskulega árás á öryggisvörð 10-11 um síðustu helgi, í tveggja vikna gæsluvarðhald að beiðni lögreglu, eða til 23. apríl.

Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því á sunnudag. Hann hefur þegar ákveðið að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar.

Eins og fram hefur komið í fréttum er maðurinn grunaður um að hafa slegið öryggisvörðinn með glerflösku í höfuðið við verslun 10-11 í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Blæddi inn á heila hans og tókst læknum með naumindum að bjarga lífi öryggisvarðarins. Hann er nú á góðum batavegi.

Árásarmaðurinn segist ekki muna eftir að hafa slegið öryggisvörðinn með flösku í höfuðið en aðspurður segist hann ekki geta rengt það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×