Fótbolti

Benzema samþykkir að framlengja samning sinn við Lyon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karim Benzema fagnar marki með Lyon í vetur.
Karim Benzema fagnar marki með Lyon í vetur. Nordic Photos / AFP

Karim Benzema hefur samþykkt að framlengja samning sinn við franska úrvalsdeildarliðið Lyon, eftir því sem forseti félagsins, Jean-Michel Aulas, segir.

„Við handsöluðum samkomulagið fyrir 48 tímum síðan," sagði Aulas í samtali við fréttamenn í dag. „Nú þurfum við að ná samkomulagi við fólkið sem ráðleggur honum í þessum efnum."

„Það er enginn vafi um að Karim verði hjá okkur á næsta tímabili en ég vil halda honum fram til heimsmeistarakeppninnar 2010."

Eftir því sem kemur fram í fjölmiðlum ytra kann nýr samningur að vera kynntur í næstu viku.

Benzema hefur vakið áhuga margra stórliða í Evrópu og hefur helst verið orðaður við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×