Íslenski boltinn

HK semur við danskan leikmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iddi Alkhag í búningi Silkeborgar.
Iddi Alkhag í búningi Silkeborgar. Mynd/Heimasíða Silkeborg

Daninn Iddi Alkhag hefur samið við HK til næstu tveggja ára en hann var á reynslu hjá félaginu í lok janúar og skoraði þá í æfingaleik gegn FH.

Á heimasíðu HK segir að leikmannahópur liðsins sé nú fullskipaður. Fyrr í vetur var samið við Goran Brajkovic frá Króatíu og Mitja Bruic frá Slóveníu.

Alkhag býr yfir tíu ára reynslu úr efstu tveimur deildunum í Danmörku en síðast lék hann með Frem í dönsku B-deildinni.

Hann á 107 úrvalsdeildarleiki að baki í Danmörku og hefur skorað í þeim 28 mörk auk þess sem hann spilaði fimmtán U-21 leiki fyrir Danmörku á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×