Fótbolti

Marwijk tekur við Hollandi eftir EM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bert van Marwijk.
Bert van Marwijk.

Bert van Marwijk, þjálfari Feyenoord, verður næsti landsliðsþjálfari Hollands. Tekur hann við starfinu af Marco van Basten sem ætlar að hætta eftir Evrópumótið í sumar.

Marwijk hefur samþykkt tveggja ára samning sem gildir fram yfir HM í Suður-Afríku 2010. Auk þess að hafa þjálfað Feyenoord var hann áður þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Van Basten ætlar að hætta með landsliðið til taka við þjálfun Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×