Innlent

Grunaðir smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni.

Tveir aðrir eru einnig í varðhaldi vegna málsins sem verið hefur í rannsókn síðan í nóvember þegar efnin fundust í hraðsendingu á Keflavíkurflugvelli.

Fyrir rúmlega viku síðan lét lögregla svo til skarar skríða gegn þeim sem hún telur standa að baki smyglinu. Hún handtók starfsmann UPS hraðsendingafyrirtækisins, tvo bræður, og þekktan handrukkara. Þessir fjórir verða allir áfram í gæsluvarðhaldi á meðan lögreglan á Suðurnesjum, með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vinnur að því að klára rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×