Innlent

Óttast frostskemmdir í sumarhúsum

MYND/GVA

Tryggingafélög óttast að víða geti orðið frostskemmdir í húsum um helgina, ekki síst í sumarbústöðum.

Vatnskerfi vegna heitra potta geta verið viðkvæm fyrir frosti og í mörgum bústöðum er vatnsrennslið stillt á lágt hitastig þegar enginn er í þeim. Í miklu frosti getur það verið of lítið þannig að vatn frjósi í leiðslum og sprengi þær en svo fer vatn að flæða þegar hlýnar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×