Lífið

Vildu íslenska barnastjörnu í Playboy

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Mynd/ Svarttrast

„Mér var boðið að sitja fyrir í tímaritum sem ég kærði mig ekki um," sagði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona við Kastljósið í gærkvöldi. Þar átti Jóhanna meðal annars við karlatímaritið Playboy.

„Það er ekki sú leið sem ég ætla mér með allri virðingu fyrir því," sagði Jóhanna Guðrún sem einnig hefur verið boðið að leika eitthvað úti í Ameríku.

Jóhanna Guðrún verður átján ára gömul í október á þessu ári en hún hefur verið þekkt söngkona hér á landi síðan hún var níu ára gömul. Nú er hún að gefa út plötu sem ber heitið Jóhanna.

Jóhanna Guðrún hefur verið erlendis að reyna fyrir sér og stefnir langt. Aðspurð um hvort útlitskröfurnar í bransanum í Bandaríkjunum séu ekki miklar segir Jóhanna: „Jú það virðist vera þannig í þessum bransa að allir eru ofboðslega útlitssinnaðir og allir verða að vera svona og ekki of þungir. En ég dreg línuna á ákveðnum stað og læt ekki endalaust segja mér hvernig ég að vera." sagði Jóhanna Guðrún við Kastljósið í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.