Semur mótmælasöngva gegn nýjum meirihluta Breki Logason skrifar 30. janúar 2008 12:53 Dr Gunni samdi mótmælasöngva á hálftíma. „Ég var beðinn um að spila á Sirkustónleikum og fannst asnalegt að mæta með eitthvað sem er málinu óviðkomandi, ég ákvað því að semja nokkur lög sem pössuðu þessu tilefni," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður. Gunnar Lárus sem alltaf er kallaður Dr. Gunni samdi fjögur mótmælalög á hálftíma eitt föstudagskvöldið. „Síðan fannst mér þetta svo gott að ég ákvað að búa til plötu með þessu," segir doktorinn en hægt er að hala lögunum niður á heimasíðu hans. Nöfnin á lögunum eru í takt við yrkisefnið og heita Helvítis gráðugu fífl, Legókubbar auðvaldsins, Gamli góð Villi og Handrukkarar lýðræðisins. „Þetta eru alvöru mótmælasöngvar og þar dugar engin kurteisi," segir Dr. Gunni sem komst síðan ekki á Sirkus eftir allt saman. „Ég sendi bara mp3 þar sem ég má ekki fara út svona seint á kvöldin. Ég held að þetta hafi verið spilað, eða ég vona það," segr doktorinn en hátt í þúsund manns hafa náð sér í lögin. „Ég ákvað líka að gera þetta með gamla laginu, mér finnst svo gaman að föndra með U-HU líminu," segir Gunni en hægt er að panta plötuna og fá hana senda heim. Fimmtán eintök eru seld að sögn Gunna en platan er virðingarvottur við aðra plötu sem kom út fyrir mörgum árum. „Þá söng hann Böðvar Guðmundsson söngva á móti herliðinu á Keflavíkurflugvelli. Það kannski fatta einhverjir þá tengingu," segir Gunni og hlær. Aðspurður hversvegna hann hafi ákveðið að mótmæla á þennan hátt en ekki mæta og æpa niður í Ráðhúsi segir Gunni: „Þetta er persónulegra og mitt innlegg í umræðuna. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta ennþá, það kemur kannski seinna." Í laginu Gamli Góði Villi er hart skotið en þar segir Gunni meðal annars: Gamli góði Villi með hártoppinn sinn Hann er kominn aftur með geðsjúklinginn Hægt er nálgast plötuna á heimasíðu Dr. Gunna með því að smella hér. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Ég var beðinn um að spila á Sirkustónleikum og fannst asnalegt að mæta með eitthvað sem er málinu óviðkomandi, ég ákvað því að semja nokkur lög sem pössuðu þessu tilefni," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður. Gunnar Lárus sem alltaf er kallaður Dr. Gunni samdi fjögur mótmælalög á hálftíma eitt föstudagskvöldið. „Síðan fannst mér þetta svo gott að ég ákvað að búa til plötu með þessu," segir doktorinn en hægt er að hala lögunum niður á heimasíðu hans. Nöfnin á lögunum eru í takt við yrkisefnið og heita Helvítis gráðugu fífl, Legókubbar auðvaldsins, Gamli góð Villi og Handrukkarar lýðræðisins. „Þetta eru alvöru mótmælasöngvar og þar dugar engin kurteisi," segir Dr. Gunni sem komst síðan ekki á Sirkus eftir allt saman. „Ég sendi bara mp3 þar sem ég má ekki fara út svona seint á kvöldin. Ég held að þetta hafi verið spilað, eða ég vona það," segr doktorinn en hátt í þúsund manns hafa náð sér í lögin. „Ég ákvað líka að gera þetta með gamla laginu, mér finnst svo gaman að föndra með U-HU líminu," segir Gunni en hægt er að panta plötuna og fá hana senda heim. Fimmtán eintök eru seld að sögn Gunna en platan er virðingarvottur við aðra plötu sem kom út fyrir mörgum árum. „Þá söng hann Böðvar Guðmundsson söngva á móti herliðinu á Keflavíkurflugvelli. Það kannski fatta einhverjir þá tengingu," segir Gunni og hlær. Aðspurður hversvegna hann hafi ákveðið að mótmæla á þennan hátt en ekki mæta og æpa niður í Ráðhúsi segir Gunni: „Þetta er persónulegra og mitt innlegg í umræðuna. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta ennþá, það kemur kannski seinna." Í laginu Gamli Góði Villi er hart skotið en þar segir Gunni meðal annars: Gamli góði Villi með hártoppinn sinn Hann er kominn aftur með geðsjúklinginn Hægt er nálgast plötuna á heimasíðu Dr. Gunna með því að smella hér.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira