Lífið

Kanína fannst á Kópavogsbraut

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. GVA

Kanína fannst á Kópavogsbraut í Kópavogi í morgun. Stúlkan sem fann hana óskaði liðsinnis Vísis við að hafa uppi á eigandanum. Sá sem saknar kanínunnar sinnar getur haft samband í síma: 866 2403. Bréf stúlkunnar fer hér á eftir:

„Góðan dag vísir.

Ég heiti Steina og bý í Kópavogi. Í gær sást kanína laus við Kópavogsbraut í Kópavogi. Reynt var að ná henni en án árangurs. Í morgun fór síðan pabbi minn út og sá kanínuna aftur og náði henni! Nú þarf ég ykkar hjálp við að auglýsa eftir eiganda kanínunnar.

Ef hægt væri að setja þessa tilkynningu á vísir.is í dag væri það frábært því ekki er vitað hversu lengi við getum haldið kannínunni hjá okkur. Ef enginn hringir og segist eiga kanínuna þá mun hún sennilega far til einhverra annarra sem geta hugsað um hana til lengri tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.