Lífið

Amy farin í meðferð

Söngkonan Amy Winehouse skellti sér í meðferð í gærdag en hún hefur sem kunnugt er átt við mikið fíkniefnavandamál að stríða. Af þessum sökum hefur hún aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum um helgina. Hún hyggst þó vera orðin hressari fyrir Grammy verðlaunahátíðina í næsta mánuði, þar sem hún er tilnefnd til sex verðlauna.

Þetta er fjórða meðferð söngkonunnar, en henni mun vera öllu meiri alvara nú.

Myndir birtust í vikunni af Amy þar sem hún reykir krakk á heimili sínu. Scotland Yard hefur hafið rannsókn á myndbandinu til að ákvarða hvort hún verði sótt til saka. Útgáfufyrirtæki hennar hugleiddi í kjölfarið að hætta við að markaðssetja hana frekar vestanhafs, og óvíst er hvort hún fái yfirhöfuð vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir Grammy verðlaunahátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.