Heath Ledger 1979-2008 23. janúar 2008 11:12 Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans Ledger skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um þremur árum síðan þegar hann lék annað aðalhlutverkanna í Brokeback Mountain. Þar lék hann hinn illa máli farna vinnumann Ennis, sem átti í ástarsambandi við kúreka, leikinn af Jake Gyllenhaal. Hann hlaut tilnefningar til Golden Globe, Bafta og Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Brokeback Mountain kom Heath rækilega á kortið í Hollywood, og hlaut hann hvert tilboðið á fætur öðru um að leika í stórmyndum. Þegar hann lést hafði Heath nýlokið við Batman myndina „The Dark Knight", þar sem hann lék Jókerinn. Þá er nýútkomin myndin I'm Not There, þar sem Heath var einn sex leikara sem léku Bob Dylan á mismunandi tímabilum ævi sinnar. Eins og margir ástralskir leikarar sleit Heath barnsskónum í sápuóperum, en hann lék í Home and Away árið 1997. Fyrsta hlutverk hans í Hollywood var hinsvegar í unglingamyndinni 10 Things I Hate About You. Heath kynntist barnsmóður sinni, Michelle Williams, við tökur á Brokeback Mountain. Þau eignuðust dótturina Matildu Rose árið 2005, en slitu samvistir seint á síðasta ári. Ráðskona Heath fann hann látinn í rúmi sínu í gærdag. Hann þjáðist af lungnabólgu þegar hann lést. Fyrstu fregnir af andláti hans hermdu að hann hefði verið þunglyndur og mögulega framið sjálfsmorð, en opið lyfjaglas náttborðinu við hlið hans. Foreldrar hans og systir fréttu af andláti hans í útvarpsfréttum. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segja af og frá að hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafi verið lífsglaður og ekki sú manngerð sem tæki eigið líf. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans Ledger skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um þremur árum síðan þegar hann lék annað aðalhlutverkanna í Brokeback Mountain. Þar lék hann hinn illa máli farna vinnumann Ennis, sem átti í ástarsambandi við kúreka, leikinn af Jake Gyllenhaal. Hann hlaut tilnefningar til Golden Globe, Bafta og Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Brokeback Mountain kom Heath rækilega á kortið í Hollywood, og hlaut hann hvert tilboðið á fætur öðru um að leika í stórmyndum. Þegar hann lést hafði Heath nýlokið við Batman myndina „The Dark Knight", þar sem hann lék Jókerinn. Þá er nýútkomin myndin I'm Not There, þar sem Heath var einn sex leikara sem léku Bob Dylan á mismunandi tímabilum ævi sinnar. Eins og margir ástralskir leikarar sleit Heath barnsskónum í sápuóperum, en hann lék í Home and Away árið 1997. Fyrsta hlutverk hans í Hollywood var hinsvegar í unglingamyndinni 10 Things I Hate About You. Heath kynntist barnsmóður sinni, Michelle Williams, við tökur á Brokeback Mountain. Þau eignuðust dótturina Matildu Rose árið 2005, en slitu samvistir seint á síðasta ári. Ráðskona Heath fann hann látinn í rúmi sínu í gærdag. Hann þjáðist af lungnabólgu þegar hann lést. Fyrstu fregnir af andláti hans hermdu að hann hefði verið þunglyndur og mögulega framið sjálfsmorð, en opið lyfjaglas náttborðinu við hlið hans. Foreldrar hans og systir fréttu af andláti hans í útvarpsfréttum. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segja af og frá að hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafi verið lífsglaður og ekki sú manngerð sem tæki eigið líf.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira